Bag om Villti baróninn
Franski baróninn Rollo de Centeville er fæddur til að sigra og hertaka, líkt og norrænir forfeður hans, sem eitt sinn herjuðu á Frakkland. Það er varla hægt að finna ólíkari manneskjur en drottnunargjarna baróninn og sjálfsöruggu ensku listakonuna sem málar smámyndina af honum. En ekkert myndi gleðja hrokafullt fyrirmennið meira en að sigrast á þóttafullri og stoltri konu eins og Kate. Kate vinnur sér inn frægð sem listmálari í París og frelsi í kjölfarið. En er hún í raun og veru frjáls? Því hún mun aldrei gleyma martröðinni í höllinni í Normandí, djöfullegum elskhuga og leyndarmálinu sem ævinlega tengir saman Kate Collison og Rollo de Centeville.
idden /title /head
body
center h1 403 Forbidden /h1 /center
/body
/html
Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.
Vis mere